„Verðum að beita þessu vopni“

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

„Það var eng­inn fund­ur boðaður í fram­hald­inu,“ seg­ir Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, eft­ir að fundi samn­inga­nefnd­ar leik­skóla­kenn­ara og samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna lauk rétt fyr­ir klukk­an hálf-tólf. „Staðan í viðræðunum er óbreytt.“

„Rík­is­sátta­semj­ari sá ekki ástæðu til að boða fund, það ber svo mikið á milli,“ seg­ir Har­ald­ur. „Krafa okk­ar er skýr og við erum far­in að und­ir­búa okk­ur fyr­ir verk­fall. Við verðum því miður að beita þessu vopni núna, vegna þess órétt­læt­is sem leik­skóla­kenn­ar­ar hafa verið beitt­ir und­an­far­in ár. Leik­skóla­kenn­ar­ar eru bún­ir að fá nóg,“ seg­ir Har­ald­ur.

Verk­fall leik­skóla­kenn­ara skell­ur á þann 22. ág­úst, ná­ist samn­ing­ar ekki fyr­ir þann tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka