Á varla fyrir nýjum lyfjum

Landspítali.
Landspítali.

Nú er svo komið að Landspítalinn þolir ekki frekari niðurskurð án þess að það bitni á þjónustu við sjúklinga.

„Við höfum breytt miklu undanfarið og það verður erfitt fyrir starfsfólkið að gera betur. Við höfum sópað úr öllum hornum, skorið allt af sem hægt er að skera af svo næsta skref verður bara að gera minna af einhverju,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.

Í umfjöllun um málefni spítalans í Morgunblaðinu í dag segir hann ekkert benda til þess að sjúkrahúsþjónustan hafi versnað síðustu ár en takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að leggja á starfsfólkið.

1,5% niðurskurður óraunhæfur

Hugmyndir velferðarráðuneytisins fyrir fjárlög næsta árs gera ráð fyrir 1,5% niðurskurði á Landspítalanum. Björn segir slíkt óraunhæft og bendir á að spítalinn hafi samanlagt mátt þola 23% niðurskurð frá árinu 2008. Það sé meira en nokkur önnur stofnun.

Þá sé ekki gert ráð fyrir gengisbreytingum í fjárframlögum til spítalans en stærstur hluti innkaupa sé í erlendri mynt, bæði á lyfjum og rekstrarvörum. Nú sé svo komið að spítalinn eigi varla fyrir nýjum lyfjum og við tækjakaup þurfi nær algjörlega að stóla á gjafir og frjáls framlög.

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert