„Allt í vinnslu“

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að Landspítalinn þoli ekki frekari niðurskurð, en hugmyndir velferðarráðuneytisins fyrir fjárlög næsta árs gera ráð fyrir 1,5% niðurskurð á spítalanum.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um niðurskurðinn, en að erfitt verði að ná fram hagræðingu í heilbrigðiskerfinu án þess að það snerti Landspítalann, þar sem spítalinn er með 40-50% af fjárveitingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka