Fækkun hefur orðið í flestum brotaflokkum á tímabilinu janúar til júlí árin 2009, 2010 og 2011. Einn flokkur sker sig þó úr, því aðfíkniefnabrotum hefur fjölgað um 33% á umræddu tímabili.
Í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir síðasta mánuð er jafnframt að finna samanburð á fjölda brota í helstu brotaflokkum frá janúar til júlí árin 2009, 2010 og 2011. Mest fækkaði innbrotum, um 50% á tímabilinu, og hraðaksturs- og þjófnaðarbrotum fækkaði um 25%.
Samanburður á fjölda hegningarlagabrota í síðasta mánuði við júlí árið 2009 sýnir að þeim hefur fækkað um 17%.
Þá hefur meiriháttar líkamsárásum einnig fækkað milli ára. Þær voru 132 fyrstu sex mánuði ársins 2009, 101 fyrstu sex mánuði síðasta árs en 91 í ár. Þetta jafngildir 31% fækkun.
Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra