Sveitarfélögin hvetji til verkfallsbrota

Kátir krakkar í leikskólanum Kvistaborg í Fossvogi.
Kátir krakkar í leikskólanum Kvistaborg í Fossvogi. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að það sé al­veg ljóst að í þessu bréfi sé verið að hvetja leik­skóla­stjóra til verk­falls­brota," seg­ir Ingi­björg Krist­leifs­dótt­ir, formaður Fé­lags stjórn­enda í leik­skóla. Ólga er meðal leik­skóla­stjórn­enda vegna fyr­ir­mæla Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um starf­semi í yf­ir­vof­andi verk­falli.  Deild­ar mein­ing­ar eru um hvort leggja þurfi niður alla starf­semi á deild­um leik­skóla ef deild­ar­stjór­inn fer í verk­fall. 

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sendi nú síðdeg­is bréf til sveit­ar­fé­laga og leik­skóla­stjórn­enda þar sem seg­ir að þeim síðar­nefndu beri að sjá til þess að starf­semi leik­skóla trufl­ist sem minnst vegna verk­falls­ins.
Eru þau fyr­ir­mæli gef­in að leik­skóla­stjór­um beri að „sjá til þess að all­ar deild­ir séu starf­andi eft­ir sem áður, með því starfs­fólki sem ekki er í verk­falli". Þótt leik­skóla­kenn­ar­ar leggi niður störf hafi leik­skóla­stjóri eft­ir sem áður „óskoraðan stjórn­un­ar­rétt til að skipu­leggja og stýra verk­um und­ir­manna sinna, hann geti flutt þá milli deilda ef þurfa þyki og gert aðrar stjórn­un­ar­leg­ar ráðstaf­an­ir."

Við þetta ger­ir Ingi­björg at­huga­semd­ir. „Þetta á vissu­lega við um eðli­leg­ar kring­um­stæður. Þá hef­ur leik­skóla­stjóri óskoraðan stjórn­un­ar­rétt, en hann nýt­ir ekki þann rétt í verk­falli, hvorki til að ganga sjálf­ur í störf þeirra sem  leggja niður störf né láta aðra gera það."

Ingi­björg seg­ir að Fé­lag stjórn­enda í leik­skóla hafi farið yfir málið með lög­fræðingi sín­um og niðurstaða þeirra sé sú að með bréf­inu hvetji Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til verk­falls­brota. „Til­gang­ur verk­falls er að knýja fram kaup og kjör, þetta er viður­kennd og lög­leg aðferð og hún nær ekki til­gangi sín­um ef starfið er skipu­lagt upp á nýtt og annað fólk sett inn. Leik­skóla­stjór­ar munu sinna sín­um starfs­skyld­um af heil­ind­um hér eft­ir sem hingað til, en þeir eiga að okk­ar mati hvorki að ganga sjálf­ir í störf leik­skóla­kenn­ara né fá aðra til þess, og þar með eru tal­in störf deild­ar­stjóra."

Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla
Ingi­björg Krist­leifs­dótt­ir, formaður Fé­lags stjórn­enda leik­skóla
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert