Kosta um 1,7 milljarða

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Leik­skóla­kenn­ar­ar vilja fá 11% í viðbót við það sem er boðið upp á. Það myndi þýða 25,5% hækk­un í heild­ina, sem sam­an­lagt kosta um 1.700 millj­ón­ir eða 1,7 millj­arð,“ seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Þær launa­hækk­an­ir sem ASÍ og SA sömdu um hafi verið allt of mikl­ar.

Aðspurður hvernig sveit­ar­fé­lög myndu tak­ast á við þær hækk­an­ir sem leik­skóla­kenn­ar­ar fara fram á seg­ir hann að það hljóti að vera mis­jafnt eft­ir sveit­ar­fé­lög­um. „Við þurf­um bara að taka þá umræðu þegar að því kem­ur. Ein­hvern­veg­inn þarf að fjár­magna þetta og það gæti þurft að hækka leik­skóla­gjöld í sum­um sveit­ar­fé­lög­um.“

90.000 krón­ur ár­lega, 8.200 á mánuði

Á vef Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að  18.715 börn voru á leik­skóla árið 2009 en fjöld­inn mun vera svipaður nú. Ef upp­hæðinni, sem hækk­un á laun­um leik­skóla­kenn­ara er deilt í fjölda barna á leik­skóla, kem­ur í ljós að kostnaður­inn er um 90.000 ís­lensk­ar krón­ur á hvert barn ár­lega. Miðað við að börn séu 11 mánuði í leik­skóla nem­ur hækk­un á mánuði um 8.200 krón­um.

Hall­dór ít­rek­ar að enn sé tími til stefnu. Verk­fall er boðað 22. ág­úst og hann hvet­ur samn­inga­nefnd­irn­ar til að að nota tím­ann til þess að finna lausn á mál­inu.

Al­menn­ir kjara­samn­ing­ar allt of háir

Hann seg­ir að ef litið er al­mennt á kjara­samn­ing­ana sem SA og ASÍ gerðu, óháð samn­ing­um leik­skóla­kenn­ara, séu kaup­hækk­an­ir þar al­mennt allt of mikl­ar. Hann bend­ir á að for­send­ur kjara­samn­ing­anna hafi verið rang­ar.

Hall­dór seg­ir að mjög marg­ir sveita­stjórn­ar­menn í mörg­um sveita­fé­lög­um hafi sagt við sig að þeir muni neyðast til þess að fjár­magna laun­hækk­an­ir með upp­sögn­um. 

„Við þurfum bara að taka þá umræðu þegar að því …
„Við þurf­um bara að taka þá umræðu þegar að því kem­ur. Ein­hvern­veg­in þarf að fjár­magna þetta og Það gæti þurft að hækka leik­skóla­gjöld í sum­um sveit­ar­fé­lög­um.“
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert