Segir Steingrím framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins

LIlja Mósesdóttir, alþingismaður.
LIlja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Póli­tík Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, hef­ur aldrei gengið út á annað en að fram­fylgja stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins „bet­ur en nokk­ur ann­ar.“ Þessu held­ur Lilja Móses­dótt­ir, alþing­ismaður, fram á Face­book-síðu sinni í dag.

„Þess vegna svíður hon­um þegar Þor­steinn Páls­son gagn­rýn­ir hann fyr­ir að ganga ekki nógu langt í niður­skurði,“ seg­ir Lilja og vís­ar þar til grein­ar sem birt­ist í dag í Frétta­blaðinu eft­ir Stein­grím þar sem hann svar­ar skrif­um Þor­steins í sama blað.

Lilja vís­ar í að Christ­ine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hafi varað við of hröðum niður­skurði sem drægi úr hag­vexti. „Hag­vöxt­ur­inn á síðasta ári og þessu ári er mun minni en gert var ráð fyr­ir - þökk sé „leiðtog­um“ sem ekki skilja að leysa þarf skulda­vand­ann,“ seg­ir Lilja.

Eins og kunn­ugt er yf­ir­gaf hún þing­flokk Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs fyrr á árin hvar Stein­grím­ur er formaður og hef­ur síðan setið á Alþingi sem óháður þingmaður.

Face­book-síða Lilju Móses­dótt­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert