Slæm reynsla af verkföllum

Úr leikskólastarfi. Mynd úr myndasafni.
Úr leikskólastarfi. Mynd úr myndasafni. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

 „Við von­um auðvitað að það verði samið og hvetj­um aðila til að gera allt það sem þeir geta til að ekki komi til verk­falls,“ seg­ir Ketill Magnús­son, formaður Heim­il­is og skóla. „Reynsla okk­ar af verk­föll­um í skól­um lands­ins er að þau hafa veru­lega slæm áhrif á marga; bæði börn og full­orðna.“

Ketill seg­ir að nokkuð sé um að for­eldr­ar hafi sam­band við sam­tök­in og lýsi yfir áhyggj­um sín­um af boðuðu verk­falli. 

„Það eru marg­ir sem hafa veru­leg­ar áhyggj­ur. Þetta hef­ur ekki bara áhrif á börn­in og for­eldr­ana, þetta hef­ur líka áhrif á fyr­ir­tæki lands­ins því þar starfa nú þess­ir for­eldr­ar. Það er sjálfsagt all­ur gang­ur á því hvernig fyr­ir­tæki geta brugðist við,“ seg­ir Ketill.

Stjórn sam­tak­anna sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem seg­ir að slíkt verk­fall myndi hafa mjög slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir leik­skóla­börn og for­eldra í land­inu og lam­andi áhrif fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

„Heim­ili og skóli hvetja samn­ingsaðila til að kom­ast að sam­komu­lagi sem fyrst. Mik­il­vægt er að í leik­skól­um lands­ins starfi metnaðarfullt fag­fólk því þar fer fram mik­il­vægt starf þar sem grunn­ur er lagður að þroska og mennt­un barna,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert