Umboðsmaður kannar útreikninga

Umboðsmaður Alþingis er að kanna hvort verðtrygging lána hafi verið vitlaust reiknuð frá upphafi, að því er fram kom í fréttum RÚV og Stöðvar 2 í kvöld. Hann hefur óskað eftir gögnum og skýringum frá Seðlabankanum.

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sagði í viðtali við RÚV að ekki væri heimild í lögum til að verðbæta höfuðstól lána. Eingöngu væri heimild til að verðbæta afborganir, þ.e. greiðslur. Ekki væri heldur heimild til þess í núgildandi lögum að bæta verðbótum ofan á höfuðstólinn

Samtökin leituðu til umboðsmanns Alþingis sem hefur óskað eftir skýringum frá Seðlabankanum. Í bréfi umboðsmanns til bankans segir að af þeim gögnum sem hann hafi kynnt sér verði ekki fyllilega ráðið hvernig framkvæmd þessara mála hefur verið og því óski hann eftir því að bankinn afhendi gögn sem hann telji að geti skýrt útreikning verðtryggingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka