Vill skorður á ríkisfjármálin

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er fylgj­andi því að fram­kvæmda­vald­inu verði sett­ar regl­ur, jafn­vel í stjórn­ar­skrá, um hvað megi og hvað megi ekki, í rík­is­fjár­mál­um.

„Mín skoðun er að það sé mik­ill mis­skiln­ing­ur að við Íslend­ing­ar þurf­um er­lent aga­vald í þeim efn­um. Við get­um sett okk­ur okk­ar eig­in viðmið og sett þing­inu með sér­stök­um lög­um eða eft­ir at­vik­um í stjórn­ar­skrá, viðmið um það hvernig menn megi haga sér í rík­is­fjár­mál­um," seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is

Í þessu sam­bandi bend­ir hann á skuldaþakið margum­rædda í Banda­ríkj­un­um og regl­ur þær sem þýska sam­bandsþingið hef­ur sett rík­inu þar í landi, óháð regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Bjarni tel­ur fullt til­efni til að Íslend­ing­ar taki upp svipaðar regl­ur.

Þetta seg­ir Bjarni í til­efni af því að leiðtog­ar valda­mestu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, Þýska­lands og Frakk­lands, þau Ang­ela Merkel og Nicolas Sar­kozy kynntu í dag hug­mynd­ir sín­ar um meira yfirþjóðlegt vald inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins í fjár­mál­um aðild­ar­ríkj­anna og ekki síst evru­ríkj­anna. Bjarni seg­ir um­mæli leiðtog­anna gefa til­efni til sér­stakr­ar umræðu hér á Íslandi um Evr­ópu­mál­in.

Á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is á fimmtu­dag á að ræða stöðu evr­unn­ar í dag og mun Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri mæta á fund­inn. Einnig var málið rætt stutt­lega á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag, þar sem Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sat fyr­ir svör­um.

Nán­ar er fjallað um starfið í ut­an­rík­is­mála­nefnd í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert