Fréttaskýring: Aukin harka í kjaradeilu

Allt stefnir í verkfall leikskólakennarar á mánudag
Allt stefnir í verkfall leikskólakennarar á mánudag mbl.is/Árni Sæberg

„Það er verið að etja okk­ur sam­an við leik­skóla­kenn­ara, það er bara þannig. Ég hélt ekki að sveit­ar­fé­lög­in myndu leggj­ast svona lágt og mér er gróf­lega mis­boðið,“ seg­ir Sól­ey Valdi­mars­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Dal­borg á Eskif­irði.

Auk­in harka er hlaup­in í kjara­deil­ur Fé­lags leik­skóla­kenn­ara og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og nú hef­ur leik­skóla­stjór­um verið stillt upp í patt­stöðunni miðri. Deilt er um fram­kvæmd yf­ir­vof­andi verk­falls, en lög­fræðing­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga eru á önd­verðum meiði í túlk­un sinni.

KÍ hef­ur sett þá viðmiðun­ar­reglu að loka verði deild­um, ef deild­ar­stjór­inn er í Fé­lagi leik­skóla­kenn­ara. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tel­ur hins­veg­ar að halda beri starf­sem­inni áfram, með því starfs­fólki sem ekki er í verk­falli. Þar er fyrst og fremst um að ræða ófag­lært starfs­fólk, sem stend­ur utan Fé­lags leik­skóla­kenn­ara.

Í bréfi sem Sam­bandið sendi til sveit­ar­fé­laga og leik­skóla­stjóra í gær seg­ir að leik­skóla­stjóri hafi óskorað vald til að flytja und­ir­menn sína milli deilda og gera aðrar ráðstaf­an­ir til að leik­skóla­starfið trufl­ist sem minnst. Ljóst er að verði þessi túlk­un ofan á verður tals­vert minni rösk­un af verk­fall­inu en ella, því fag­lærðir leik­skóla­kenn­ar­ar eru í minni­hluta starfs­fólks.

Ákvörðunin sveit­ar­fé­lag­anna

„Leik­skóla­stjór­ar munu sinna sín­um starfs­skyld­um af heil­ind­um hér eft­ir sem hingað til, en þeir eiga að okk­ar mati hvorki að ganga í störf leik­skóla­kenn­ara né fá aðra til þess, og þar með eru tal­in störf deild­ar­stjóra.“

Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna, seg­ir að á end­an­um sé það ákvörðun hvers sveit­ar­fé­lags fyr­ir sig hvernig starf­semi verður háttað í verk­falli.

„Sveit­ar­fé­lög­in reka leik­skól­ana og vænt­an­lega munu þau gefa út til­kynn­ing­ar til for­eldra.“ Aðspurð hvort látið verði reyna á ágrein­ing­inn þegar verk­fall hefst 22. ág­úst seg­ir Inga að það sé til skoðunar. „Það eru nokkr­ir dag­ar í verk­fall og mjög mörg álita­mál sem fara þarf yfir. Okk­ar afstaða er al­veg skýr, en hvað við ger­um með það eig­um við eft­ir að setja ná­kvæm­lega niður.“

Skila­boðin sem leik­skóla­stjórn­end­ur fá um fram­kvæmd verk­falls­ins eru því mjög mis­vís­andi en heyra mátti á þeim leik­skóla­stjór­um sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær að þeim fannst þeim stillt upp við vegg. „Ég verð að hlýða mín­um yf­ir­mönn­um, en ég stend líka með minni stétt,“ seg­ir Alda Agnes Sveins­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Stekkj­ar­ási í Hafnar­f­irði, ein­um af stærstu leik­skól­um lands­ins.

Verk­föll verða að vera beitt

„Við vilj­um auðvitað halda áfram því starfi sem við erum búin að skipu­leggja. En það er þetta með verk­föll, þau þurfa að vera beitt til þess að hafa áhrif. Okk­ur þykir leitt að þetta komi niður á börn­un­um, en það er ein­hug­ur um að kenn­ar­arn­ir eigi rétt á þess­ari leiðrétt­ingu og þeir ætla sér að ná því fram.“

Sól­ey Valdi­mars­dótt­ir á Dal­borg seg­ir einnig að leik­skóla­stjór­ar verði að hlíta því ef sveit­ar­fé­lög­in ákveði að leik­skól­inn skuli vera op­inn, en hún sé ekki sátt við að vera sett í þessa stöðu. „Við vor­um eitt fé­lag þar til fyr­ir stuttu, en þó að við séum orðin tvö fé­lög núna erum við ein rödd og við stönd­um al­gjör­lega með okk­ar fólki.“

Vinnustaðir gera ráðstaf­an­ir

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert