Verð á matvælum hefur farið hækkandi síðastliðin misseri samkvæmt verðlagskönnunum. Í könnun framkvæmdri af ASÍ 27. mars 2008 kemur fram að kílóverðið á banönum, í verslunum Bónus, var þá 98 krónur, en í dag er kílóverðið komið upp í 257 krónur og er það 162% hækkun á tímabilinu.
ATHUGASEMD FRÁ HÖGUM sett inn klukkan 15
Ekki er um sömu tegund af bönunum að ræða í verðkönnunum sem nefndar eru í fréttinni. Dole-bananar kostuðu í Bónus árið 2008 180 krónur kg. En það sem af er ári er meðalverðið 239 krónur. Consul-bananar sem ASÍ notaði í könnuninni árið 2008 kostuðu þá 98 krónur kg, með virðisaukaskatti. Sambærilegir bananar frá fyrirtækinu Amigo kosta 195 krónur kg án virðisaukaskatts í dag.