Bananar hafa hækkað um 162%

00:00
00:00

Verð á mat­væl­um hef­ur farið hækk­andi síðastliðin miss­eri sam­kvæmt verðlags­könn­un­um. Í könn­un fram­kvæmdri af ASÍ 27. mars 2008 kem­ur fram að kílóverðið á ban­ön­um, í versl­un­um Bón­us, var þá 98 krón­ur, en í dag er kílóverðið komið upp í 257 krón­ur og er það 162% hækk­un á tíma­bil­inu.

AT­HUGA­SEMD FRÁ HÖGUM sett inn klukk­an 15

Ekki er um sömu teg­und af bön­un­um að ræða í verðkönn­un­um sem nefnd­ar eru í frétt­inni. Dole-ban­an­ar kostuðu í Bón­us árið 2008 180 krón­ur kg. En það sem af er ári er meðal­verðið 239 krón­ur. Cons­ul-ban­an­ar sem ASÍ notaði í könn­un­inni árið 2008 kostuðu þá 98 krón­ur kg, með virðis­auka­skatti.  Sam­bæri­leg­ir ban­an­ar frá fyr­ir­tæk­inu Amigo kosta 195 krón­ur kg án virðis­auka­skatts í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert