Lilja Mósesdóttir, þingmaður og hagfræðingur, er þungorð í garð Seðlabanka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hún að bankinn sé búinn að drepa væntingar hennar um að hagkerfið komist á flug áður en kreppan dýpkar.
„ Hvernig dettur peninganefndinni í hug að hækka vexti til að: (1) bregðast við hækkun fasteignaverðs sem stafar af sölu banka á húseignum til eignarhaldsfélaga sinna, (2) mæta kostnaðarhækkunum erlendis og (3) vinna gegn tregðu lífeyrissjóðanna til að koma með eignir heim sem eru tapaðar," skrifar Lilja.