„Félagið er framkvæmdaaðilinn og er með lánin, og ríkið er því bara innan handar með fjármögnun á byggingartímanum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Í kvöld var skrifað undir samkomulag milli fjármálaráðuneytisins og félagsins Vaðlaheiðarganga hf. um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Í samkomulaginu felst að ríkissjóður kaupi skuldabréf af félaginu jöfnum höndum, þannig að fjármögnunin á framkvæmdatímanum sé tryggð. Þegar göngin verða opnuð mun Vaðlaheiðargöng hf. innheimta veggjald til að endurgreiða lánið til ríkisins.
Nánar í Morgunblaðinu á morgun.