Miklar verðhækkanir hafa átt sér stað eftir efnahagshrunið 2008 og finna margir fyrir minnkandi kaupgetu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mörg heimili ráði ekki við sín fjármál lengur, bæði vegna stökkbreytinga á lánum og eins vegna hækkana á nauðsynjavörum.