„Það er þjóðin sem velur“

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. GVA

Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ut­an­rík­is­mála­nefnd seg­ist ekki telja að til­lög­ur leiðtoga Frakk­lands og Þýska­lands um meiri stjórn á efna­hags­mál­um evru­ríkj­anna hafi áhrif á aðild­ar­viðræður Íslend­inga að sam­band­inu. Þjóðin muni dæma um þetta sjálf þegar hún greiðir at­kvæði um aðild.

„Ég sé ekki hvernig þetta ætti að hafa áhrif á aðild­ar­viðræðurn­ar,“ seg­ir Val­gerður Bjarna­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem á sæti í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

„Þetta gæti aft­ur á móti haft áhrif á niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar að viðræðunum lokn­um, en það er þá þjóðin sem tek­ur af­stöðu til þessa.“

„Evr­ópu­sam­bandið þró­ast auðvitað og breyt­ist og það ger­um við líka.“

Að sögn Val­gerðar hef­ur til­laga full­trúa Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks um opna fundi ut­an­rík­is­nefnd­ar með ut­an­rík­is­ráðherra verið bókuð.

Hún seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra hafa gefið nefnd­inni skýrslu í gær um gang viðræðna, efni henn­ar sé bundið trúnaði. „En ég held mér sé óhætt að segja að viðræður gangi vel,“ seg­ir Val­gerður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert