Allt gert til að lengja kreppuna

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það verður ekki upp á íslensk stjórnvöld logið að þau gera allt sem þau geta til að draga kreppuna á langinn. Ekki bara ríkisstjórnin heldur einnig Seðlabankinn,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni, í tilefni af stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í gær.

„Ákvörðun hans um að hækka nú vexti er galin!“ segir Sigurður en ákvörðunin um að hækka vexti bankans um 0,25% hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði til að mynda stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins frá því að tilkynnt var um hana í gærmorgun.

Facebook-síða Sigurðar Kára Kristjánssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert