Gleymdu barni á gangstétt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu klukkan 20 mínútur í sex í morgun um ungbarn sem var eitt og yfirgefið í bílstól á gangstétt í vesturbæ Reykjavíkur.

Leigubílstjóri, sem var á ferð í morgunsárið,  ók fram á barnið. Hann hringdi þegar í lögreglu, sem kom á staðinn og fljótlega fylgdu tæknideild og barnaverndarnefnd í kjölfarið.

„Barnið sat bara þarna í bleikum galla með pela,“ segir talsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Um hálftíma eftir að tilkynningin barst, komu foreldrarnir á vettvang, en þeir vinna við dreifingu dagblaða í hverfinu. Barnið er nú í umsjá foreldra sinna, en málið er enn í skoðun barnaverndarnefndar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka