Krefja Pál Baldvin um afsökunarbeiðni

Páll Baldvin Baldvinsson
Páll Baldvin Baldvinsson

Lögmaður Akranesbæjar og þeirra Gunnlaugs Haraldssonar, höfundar Sögu Akraness, og Kristjáns Kristjánssonar, útgefanda bókarinnar, hefur sent Páli Baldvini Baldvinssyni, bókagagnrýnanda Fréttatímans, bréf þar sem krafist er leiðréttingar og afsökunarbeiðni á fimmtán ummælum Páls í bókadómi hans um fyrsta bindi Sögu Akraness sem birtist í Fréttatímanum 8. júlí.

„Það er vegið þannig að æru fólks að okkur fannst fullt erindi til að skoða þetta. Einstaklingar eru þjófkenndir og sakaðir um sögufals og við vonum að Páll Baldvin sé maður að meiri, viðurkenni mistök sín og biðjist afsökunar,“ segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við Fréttatímann sem kemur út á morgun.

Í bréfinu fær Páll Baldvin tvær vikur til að verða við beiðni lögmannsins um leiðréttingu og afsökunarbeiðni, ellegar verði leitað annarra leiða til að rétta hlut þremenninganna, til að mynda fyrir dómstólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert