„Óviðunandi ástand“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það er óviðunandi ástand að við skulum ekki geta tryggt að a.m.k. ein þyrla sé ávallt til staðar, úr þessu ástandi verður að bæta. Mikilvægi björgunarsveitanna verður aldrei ofmetið og okkar fólk á þakkir skildar,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Jón vísar þar til atviks sem varð í dag í Kverkfjöllum þar sem kalla þurfti til einkaþyrlu til þess að sækja slasaðan erlendan ferðamann vegna þess að báðar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar eru óstarfhæfar.

„Gagnvart sjómönnum okkar treystum við nú á 14 björgunarskip Landsbjargar sem tilbúin eru hringinn í kringum landið ef eitthvað bjátar á. Það er traustvekjandi að hafa þetta öfluga lið,“ segir Jón ennfremur.

Facebook-síða Jóns Gunnarssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert