Sammála um að vera ósammála

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

„Við erum sammála um að vera ósammála,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, eftir fund félagsins með samninganefnd sveitarfélaganna í morgun, þar sem rætt var um framkvæmd verkfallsins, sem boðað hefur verið 22. ágúst.

„Túlkun okkar á viðmiðunarreglum í verkfalli mun standa,“ segir Haraldur. „Það þýðir að engar leikskóladeildir, þar sem deildarstjórinn er í Félagi leikskólakennara, mega taka á móti börnum. Ef við teljum þess þurfa munum við standa verkfallsvörslu.

Hann segir að von sé á tilmælum frá Sambandi sveitarfélaga í dag til sveitarfélaganna.

Hann segir að félagið muni í engu hvika frá kröfum sínum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert