Stendur við fyrri yfirlýsingu

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.

„Ég sagði ein­fald­lega að ef ekki yrði fund­in sann­gjörn lausn á mál­efn­um Kvik­mynda­skól­ans myndi ég ekki styðja fjár­lög­in. Og það stend­ur,“ seg­ir Þrá­inn Bertels­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs.

Eins og greint hef­ur verið frá hér á mbl.is hef­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið kom­ist að þeirri niður­stöðu að Kvik­mynda­skóli Íslands upp­fylli ekki skil­yrði viður­kenn­ing­ar um rekstr­ar­hæfi. Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur tekið und­ir þetta mat og tel­ur að gera eigi út­tekt á því hvernig farið var með fjár­fram­lög rík­is­ins í rekstri skól­ans.

„Þetta er bara því­lík handa­baka­vinna og er bara ráðuneyt­inu og þeim sem þar ráða hús­um til mik­ill­ar skamm­ar, finnst mér. Ég get ekki sagt annað,“ seg­ir Þrá­inn um af­greiðslu mennta- og menn­ing­ar­ráðuneyt­is­ins á mál­inu. Óvissa rík­ir um starf­semi Kvik­mynda­skól­ans í vet­ur en skól­inn átti að óbreyttu að hefja starf­semi inn­an nokk­urra daga.

Hörð gagn­rýni á mennta­málaráðherra

Þrá­inn vill meina að Kvik­mynda­skól­inn hafi verið lagður íeinelti og að í mennta­málaráðuneyt­inu ríki greini­lega óvild í garð skól­ans. Hann tek­ur þó fram að hann sé viss um að Svandís Svavars­dótt­ir, starf­andi mennta­málaráðherra, hafi ekki haft frum­kvæði að þess­ari niður­stöðu held­ur verið sett í óbæri­lega stöðu.

Hann seg­ir um fyr­ir­hugaða rann­sókn Rík­is­end­ur­skoðunar á meðferð fjár­fram­laga rík­is­ins til Kvik­mynda­skól­ans að vit­an­lega sé eðli­legt að stofn­an­ir sem með ein­hverj­um hætti séu rekn­ar fyr­ir op­in­bert fé, hvort sem þær eru einka­rekn­ar eða op­in­ber­ar, heyri und­ir eft­ir­lit þess. Hins veg­ar sé það „ein­stak­lega rudda­leg aðgerð“ að siga Rík­is­end­ur­skoðun á skól­ann við þær aðstæður sem uppi séu.

„Mér finnst þetta bara vera ótrú­lega sorg­legt mál. Og sorg­leg­ast af öllu þessu finnst mér vera að það sé fólk úr mín­um flokki sem á að stjórna þessu ráðuneyti. Ég hélt að það væri áhugi á menn­ingu í þess­um flokki,“ seg­ir Þrá­inn og kenn­ir um skri­fræði í mennta­málaráðuneyt­inu og aðgerðal­eysi mennta­málaráðherra, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Skól­inn ekki rekstr­ar­hæf­ur

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert