Áfallið er mest fyrir foreldrana

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

„Barnið er eins vel haldið og hægt er að hugsa sér. Þetta reynd­ist eiga sér eðli­lega skýr­ingu, það var í raun röð at­vika sem gerði það að verk­um að þetta gerðist,“ seg­ir Sigrún Hv. Magnús­dótt­ir, yf­ir­fé­lags­ráðgjafi Fé­lags­málaráðs Seltjarn­ar­ness, sem fer með barna­vernd­ar­mál í bæn­um.

Barna­vernd­ar­yf­ir­völd ræddu í gær við for­eldra barns sem fannst snemma í gær­morg­un á gang­stétt í Reykja­vík. Leigu­bíl­stjóri til­kynnti lög­reglu um kl. 5.40 að hann hefði fundið ung­barn yf­ir­gefið í bíl­stól. Stuttu síðar, þegar lög­regla var kom­in á staðinn, barst til­kynn­ing frá for­eldr­um sem höfðu týnt sex mánaða gömlu barni sínu.

Reynd­ist um sama mál að ræða og komu for­eldr­arn­ir strax á vett­vang. Þau vinna við dreif­ingu blaða, og höfðu verið að hlaða bíl sinn af blöðum í morg­uns­árið þegar þau gleymdu barn­inu. Barnið var með pela og klætt í hlýj­an galla. Það var sof­andi þegar leigu­bíl­stjór­inn kom að því. Að sögn Sigrún­ar varð barn­inu ekki meint af.

Ekk­ert bendi til van­rækslu held­ur hafi aðeins verið um stakt at­vik að ræða vegna sér­stakra aðstæðna. „Það er bara hræðilegt að þetta skyldi hafa komið fyr­ir og ef ein­hverj­ir eru í áfalli þá eru það for­eldr­arn­ir,“ seg­ir Sigrún. Ekki þykir til­efni til frek­ari eft­ir­mála.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert