Ekki hagræðing heldur skert þjónusta

Björn Zoëga, forstjóri Landspítala.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala.

„Það verður ekki hagrætt lengur á Landspítalanum heldur verður nú niðurskurður með minni þjónustu. Vinna okkar við útfærslu á því verður á næstu mánuðum í samráði við ráðuneytið,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í föstudagspistli á heimasíðu spítalans.

„Það virðist ljóst af ummælum ráðherra þessa vikuna, og þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá velferðarráðuneytinu, að í frumvarpi til fjárlaga næsta árs verður gerð niðurskurðarkrafa til Landspítalans,“ segir Björn.

Pistill Björns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert