Fundur boðaður í allsherjarnefnd

Aðspurður út í fundinn segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar að …
Aðspurður út í fundinn segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar að á fundinum verði frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands og margvíslegar breytingar á því ræddar. mbl.is/Árni Torfason

Fundur hefur verið boðaður í allsherjarnefnd Alþingis næstkomandi mánudag, klukkan 14:30, til að ræða ýmis mál er varða breytingar á stjórnarráðinu.

Samkvæmt dagskrá fundarins, á vef Alþingis, verður á dagskrá Stjórnarráð Íslands (heildarlög) og heildarendurskoðun á Stjórnarráðinu (breytingar ýmissa laga ræddar).

Aðspurður út í fundinn segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, að á fundinum verði frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands og margvíslegar breytingar á því ræddar.

Spurður út í breytingarnar segir hann að á fundinum muni þau ræða frekari sameiningu á ráðuneytum, en bendir á að frumvarpið sé margþætt og það feli sér ýmsar breytingar sem þurfi að ræða.  

Hann segir að ásaknir um að verið sé að bola Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í burtu séu algjörlega fráleitar og að slíkt sé ekki á dagskrá allsherjarnefndar.

„Það er verið skoða verklagsreglur um ráðuneytin,“ segir hann, og bætir við  að málið sé byggt á vinnu sem Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, vann á sínum tíma, m.a. til að draga lærdóm af hruninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert