Í sjálfheldu í gili við Bíldudal

Land­helg­is­gæsl­unni barst kl. 21:05 beiðni um að þyrla yrði kölluð út vegna fólks sem er í sjálf­heldu í Búðargili við Bíldu­dal. Er fólkið illa búið og útséð um að ná fólk­inu af staðnum með öðrum leiðum.

Í til­kynn­ingu frá Lands­björgu seg­ir að björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Vest­fjörðum hafi verið kallaðar út . Fólkið hafi verið á göngu og ætlaði niður gilið en sit­ur nú al­veg pikk­fast þar enda aðstæður erfiðar, urð og klett­ar og afar bratt niður.

„Ef bjarga þarf fólk­inu án þyrlunn­ar mun það taka tölu­verðan tíma. Ekki er hægt að kom­ast að því neðan frá, held­ur þurfa björg­un­ar­menn að síga niður til þeirra og hífa upp úr urðinni. Slík aðgerð krefst tölu­verðrar línu­vinnu og trygg­inga sem taka tíma,“seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert