Krefst þess að Assad víki

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad Reuters

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra for­dæm­ir fram­ferði sýr­lenskra stjórn­valda, of­beldi ör­ygg­is­sveita Assad stjórn­ar­inn­ar gegn óbreytt­um borg­ur­um, fjölda­hand­tök­ur og pynt­ing­ar.

Aðgerðir sýr­lenskra stjórn­valda eru gróft brot á alþjóðleg­um mann­rétt­inda­sátt­mál­um og grimmd­ar­leg árás á rétt­mæt­ar kröf­ur íbúa lands­ins um um­bæt­ur og lýðræðisþróun.

Ut­an­rík­is­ráðherra tek­ur und­ir kröf­ur um að Bash­ar al Assad for­seti Sýr­lands víki úr embætti svo krafa íbúa lands­ins um aukið lýðræði og frelsi nái fram að ganga.

Ut­an­rík­is­ráðherra krefst þess að sýr­lensk stjórn­völd stöðvi taf­ar­laust of­beldið og leysi úr haldi mót­mæl­end­ur sem hafa verið hneppt­ir í varðhald. Stjórn­völd í Sýr­landi hafa sniðgengið kröfu ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um að mann­rétt­inda­brot verði stöðvuð og of­beldi gegn óbreytt­um borg­ur­um hætt. Tími sé kom­inn til að stjórn­in verði við þeirri kröfu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka