Metþátttaka í maraþoni

Skráning í Maraþonhlaup Laugardalsöll í dag.
Skráning í Maraþonhlaup Laugardalsöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Samtals hafa 12.128 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer á morgun að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa maraþonsins, og hafa aldrei jafn margir tekið þátt og í ár.

Enn á þó líklega eftir að bætast við en tekið verður einnig á móti skráningum á morgun áður en hlaupið fer af stað. Eldra metið var frá árinu 2009 en þá tóku 11.487 manns þátt. Í fyrra var þátttakan nokkru minni eða 10.444 keppendur.

Þá er einnig metþátttaka útlendinga í maraþoninu að þessu sinni eða 1.396 manns samanborið við 1.017 í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert