Reyndu báðir að taka fram úr

mbl.is/Hjörtur

Umferðarslysið sem varð til móts við bæinn Háls í Fnjóskadal um klukkan 16:00 í dag gerðist með þeim hætti að fólksbifreið, rúta og jeppi voru í röð á eftir dráttarvél með heyflutningavagn þegar fólksbíllinn ákvað að taka fram úr dráttarvélinni.

Rútan reyndi þá einnig framúrakstur á sama tíma og jeppinn ætlaði að taka fram úr rútunni. Við það rakst jeppinn lítillega á rútuna sem aftur skall á dráttarvélinni með þeim afleiðingum að dráttarvélin ásamt heyflutningavagninum lenti utan vegar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri voru ökumenn einir í öllum ökutækjunum og voru ökumenn rútunnar og dráttarvélarinnar fluttir á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Er ekki talið að meiðsl þeirra séu alvarleg en það liggur þó ekki fyrir á þessari stundu.

Vill lögreglan af þessu tilefni brýna það fyrir ökumönnum að gæta fyllstu varúðar þegar tekið er fram úr öðrum bifreiðum eða öðrum ökutækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert