Segir ummæli Álfheiðar stangast á við aðrar upplýsingar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég dreg þetta ekki í efa en þetta eru ekki upplýsingarnar sem við fengum á þriðjudaginn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Tilkynning barst fjölmiðlum í dag frá Álfheiði Ingadóttur, formanni viðskiptanefndar Alþingis, um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefði ekki verið boðaður á fund nefndarinnar síðastliðinn þriðjudag eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. Hann hafi þar af leiðandi ekki mætt á fundinn.

Guðlaugur Þór sagðist eftir fundinn hafa óskað eftir því að fjármálaráðherra mætti til fundarins og svaraði spurningum um málefni Sparisjóðs Keflavíkur en ráðherrann ekki mætt. 

Á Facebook-síðu sinni í dag vitnar hann ennfremur til viðtals í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag við Álfheiði þar sem kom fram að hún gerði ekki athugasemd við fjarveru ráðherrans enda hafi þingmenn aðgang að ráðherrum í þingsal og að málefni það sem rætt hafi verið um á fundinum væri tæknilegs eðlis sem eðlilegt væri að sérfræðingar ráðuneytanna svöruðu fyrir frekar en ráðherrann.

Facebook-síða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert