Síðasti bankinn hverfur af Laugaveginum

Landsbankinn hættir starfsemi við Laugaveg um áramótin.
Landsbankinn hættir starfsemi við Laugaveg um áramótin. mbl.is/Eggert

Brátt hverf­ur síðasta banka­úti­búið af Lauga­veg­in­um þegar Lands­bank­inn flyt­ur úti­bú sitt frá Lauga­vegi 77 í Borg­ar­tún 33. Bank­inn lét byggja húsið árið 1961 og hef­ur verið með starf­semi þar síðan.

Útibúið á Lauga­vegi 77 hef­ur í nokk­urn tíma verið stærsta úti­bú bank­ans en fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru með viðskipti þar.

Fyrr á árum voru fjöl­mörg banka­úti­bú á Lauga­vegi og í Banka­stræti. Því má segja að brott­hvarf Lands­bank­ans marki tíma­mót í sögu miðbæj­ar­ins. Nýja úti­búið í Borg­ar­túni tek­ur til starfa eft­ir ára­mót þegar Lauga­vegsút­i­bú og úti­búið í Holta­görðum sam­ein­ast að fullu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert