„Stefnan í ESB-málum hefur verið og er enn að halda sig utan sambandsins, svo einfalt er það,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni fyrir stundu um stefnu flokksins gagnvart Evrópusambandinu.
Bjarni bregst þar við þeim ummælum Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í morgunútvarpi Rásar 2 í dag að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á undanförnum þremur árum skipt sjö sinnum um stefnu í afstöðu sinni til Evrópumála.
Eins og kunnugt er áréttaði Bjarni þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka í útvarpsviðtali fyrr í þessari viku.
Facebook-síða Bjarna Benediktssonar