Steingrímur var ekki boðaður

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill koma því á framfæri að ranghermt sé að fjármálaráðherra hafi ekki mætt á fund viðskiptanefndar og engar skýringar gefið á fjarveru sinni vegna umfjöllunar um SpKef sl. þriðjudag. „Hið rétta er að fjármálaráðherra var ekki boðaður til fundarins og gat því ekki vitað að nærveru hans væri óskað.“

„Rétt er að taka fram að ráðherrann mætti á fund viðskiptanefndar tveimur dögum síðar til að svara spurningum nefndarmanna um SpKef og fleiri málefni.

Tölvupóstsamskipti nefndasviðs alþingis, sem undirbjó fundinn, sýna að hinn 11. ágúst  barst beiðni frá fundarbeiðanda um að „fulltrúar fjármálaráðuneytis“ ásamt öðrum tilteknum gestum mættu til fundarins. Nærveru ráðherrans var ekki óskað fyrr en fjórum dögum síðar,“ segir í tilkynningu frá Álfheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert