Sváfu á flugstöðvargólfi

Flugvél Iceland Express. Mynd úr myndasafni.
Flugvél Iceland Express. Mynd úr myndasafni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Um 70 farþegar á veg­um Ice­land Express gistu  í nótt á flug­vell­in­um í Alican­te á Spáni. Þeir fengu hvorki vott né þurrt, fyrr en klukk­an fimm í morg­un og fengu hvorki teppi né kodda, held­ur þurftu að búa um sig á gólf­inu. Þeir hafa eng­ar upp­lýs­ing­ar fengið frá fé­lag­inu, en flug­inu var seinkað vegna ör­ygg­is­ástæðna.

„Það eina sem okk­ur var sagt á flug­vell­in­um var að það yrði hugs­an­lega flug klukk­an sex eða átta í kvöld,“ seg­ir Jó­hanna Stef­áns­dótt­ir, einn farþeg­anna, en hún var í út­skrift­ar­ferð Mennta­skól­ans á Ísaf­irði ásamt 60 öðrum. „Við reynd­um að hafa sam­band við Ice­land Express, en eng­inn svaraði. Þá hringd­um við í Kefla­vík­ur­flug­völl, en þar var lítið um svör.“

Að sögn Jó­hönnu voru um 220 manns, sem áttu bókað far með vél­inni. Þau fengu að vita af seink­un­inni, þegar þau áttu að fara um borð. Fólk með börn fékk for­gang á hót­el.

Um klukk­an níu í morg­un að spænsk­um tíma fór af­gang­ur­inn af hópn­um á hót­el, eft­ir held­ur svefn­lausa nótt á gólfi flug­vall­ar­ins. Þeim var enn­frem­ur boðin hress­ing um fimm­leytið í morg­un.

„Við erum mjög ósátt, þetta er ekki fólki bjóðandi,“ seg­ir Jó­hanna og seg­ir að fólki svíði einna helst að ekk­ert sam­band hafi verið haft frá Ice­land Express.

Frétt mbl.is um frest­un á flug­inu
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert