Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sagði í viðtali við Mbl Sjónvarp í morgun að ábyrgð á slæmri stöðu nemenda Kvikmyndaskóla Íslands lægi hjá forsvarsmönnum skólans þar sem þeir hefðu dregið lappirnar við skil á gögnum til ráðuneytisins.
Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, segir þessa yfirlýsingu menntamálaráðherra ekki rétta. Hann segir að forsvarsmenn skólans hafi skilað inn gögnum um þetta mál og að það hafi verið gert á réttum tíma.