Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði í kvöld karlmanni og konu sem voru í sjálfheldu í Búðargili við Bíldudal. Þyrlan flutti fólkið að björgunarsveitarmönnum sem fóru einnig til aðstoðar. Fólkinu var kalt enda ekki vel búið til langrar útiveru.
Landhelgisgæslan náði fólkinu úr gilinu um 23:04 í kvöld. Þá voru liðnir um þrír tímar frá því kallað var eftir aðstoð þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var karlmaðurinn í lopapeysu og konan í jogging-galla.
Fólkið hafi verið á göngu og ætlaði niður gilið en sat þar fast enda aðstæður erfiðar, urð og klettar og afar bratt niður.