Vegna ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar falla ferðir Herjólfs klukkan 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn niður.
Þeir farþegar sem eiga miða í þessar ferðir færast sjálfkrafa á næstu ferðir sem farnar verða klukkan 14:30 frá Vestmannaeyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar er athygli vakin á því að ekki er gott útlit með næstu ferðir Herjólfs. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með frekari tilkynningum á heimasíðu Herjólfs.