Fóru upp á þak Stjórnarráðsins

mbl.is / Hjörtur

Víða er farið að færast fjör í mannskapinn sem skemmtir sér á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur og nokkur ölvun er meðal fólks.

Allt hefur þó að mestu farið fram með friði og spekt, þó hefur lögregla fengið nokkrar tilkynningar um að „fólk sé til vandræða“ en það mun ekki hafa verið alvarlegt.

Þá fékk lögregla tilkynningu um að sést hefði til fólks á þaki Stjórnarráðsins. Þegar lögreglu bar að garði var fólkið á bak og burt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert