Það var mikil hamingjustund á Grand hóteli í gær þegar þeir Daniel og Eric Rogge gengu í heilagt hjónaband. Daniel og Eric eru frá Brooklyn í New York en komu hingað til lands gagngert til þess að láta gefa sig saman.
Með þeim í för er 45 manna fylgdarlið fjölskyldu og vina sem samglöddust þeim. Ekkert þeirra hefur nein tengsl við Ísland, önnur en þau að Daniel og Eric hafa ferðast hingað tvisvar áður og segjast heillaðir af landi og þjóð. Það sem heillar þá ekki síst er hversu opið samfélagið er gagnvart samkynhneigð.