Glerhjúpur Hörpu tendraður

Flugeldadýrð lýsti upp ágústhimininn í lok Menningarnætur 2011 og á …
Flugeldadýrð lýsti upp ágústhimininn í lok Menningarnætur 2011 og á sama tíma voru ljós Hörpu tendruð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ljósin í glerhjúp Ólafs Elíassonar utan um tónleikahúsið Hörpu voru tendruð  í kvöld og sást þá listaverkið fullskapað í fyrsta sinn.

Tendrun ljósanna var jafnframt lokahnykkur í vígslu Hörpu.

Vel viðraði til flugeldasýninga, en lokapunktur Menningarnætur var sleginn með flugeldasýningu á hafi úti. Flugeldunum var skotið af pramma, sem dreginn var út á haf og gátu áhorfendur notið sýningarinnar frá Arnarhóli, Sæbrautinni, Miðbakkanum, Grandanum og víðar. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert