Menningarnótt formlega hafin

Jón Gnarr setur Menningarnótt 2011.
Jón Gnarr setur Menningarnótt 2011. mbl.is/Kristinn

Menningarnótt er nú formlega farin af stað en Jón Gnarr, borgarstjóri, setti hátíðina fyrir utan tónlistar- og ráðstefnuhúsið um klukkan 13:00.

Boðið er upp á mikinn fjölda uppákoma í ár eins og fyrri ár og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölmargir atburðir hófust í morgun sem standa fram eftir degi og margir fram á kvöld.

Má þar ekki síst nefna fjölmargar listasýningar, ljósmyndasýningar víðs vegar um borgina eins og til að mynda sýningu á lykilverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur af verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem fram fer á Kjarvalsstöðum og sýningu á ljósmyndum ljósmyndarans og myndlistarmannsins Kurt Dejmo frá Íslandsheimsókn hans 1955 í Þjóðminjasafninu.

Þá fer ennfremur fram teiknisamkeppni fyrir upprennandi listamenn yngri en 12 ára í Gallerí Fold við Hlemmtorg og stendur til klukkan 21:30 í kvöld.

Heimasíða Menningarnætur 2011

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert