Segir umræðuna opinbera valdabaráttu

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ásdís

„Umræðan um Kvik­mynda­skól­ann op­in­ber­ar valda­bar­átt­una milli Katrín­ar Jak. og Svandís­ar Svavars um vara­for­mann­sembættið í VG,“ seg­ir Lilja Móses­dótt­ir, alþing­ismaður, á Face­book-síðu sinni rétt í þessu. Sem kunn­ugt er sagði Lilja sig úr þing­flokki Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs fyrr á þessu ári.

Eins og fjallað hef­ur verið um hér á mbl.is komst mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið að þeirri niður­stöðu á fimmtu­dag­inn að Kvik­mynda­skóli Íslands upp­fyllti ekki skil­yrði viður­kenn­ing­ar um rekstr­ar­hæfi. Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, er starf­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra á meðan Katrín Jak­obs­dótt­ir er í fæðing­ar­or­lofi.

Þrá­inn Bertels­son, þingmaður VG, hef­ur farið hörðum orðum um Katrínu vegna mál­efna Kvik­mynda­skól­ans í kjöl­far niður­stöðu mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins en um leið borið blak af Svandísi og sagt hana hafa verið setta í óbæri­lega stöðu vegna máls­ins.

Lilja minn­ir í lok stöðufærsl­unn­ar á Face­book-síðu sinni að kosið verði í embætti for­manns og vara­for­manns á lands­fundi VG í októ­ber.

Face­book-síða Lilju Móses­dótt­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert