Þakklátur fyrir samninginn

Undirritun kjarasamninga Félags leiksskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. ágúst …
Undirritun kjarasamninga Félags leiksskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. ágúst 2011. Ljósmynd/Ríkissáttasemjari

 „Við erum mjög ánægð og náðum mark­miðum okk­ar. Nú för­um við í það strax í næstu viku að kynna samn­ing­inn fyr­ir fé­lags­mönn­um okk­ar, seg­ir Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara.

Hann seg­ir að eft­ir þá kynn­ingu verði efni samn­ings­ins gert op­in­bert. 

Skoðanakann­an­ir sýndu að um 93% þjóðar­inn­ar studdu kröf­ur leik­skóla­kenn­ara og Har­ald­ur seg­ir það hafa skipt miklu máli. 

„Stuðning­ur þjóðar­inn­ar kveikti greini­lega í samn­inga­mönn­um sveit­ar­fé­lag­anna. Þetta skipti okk­ur gríðarlega miklu máli, að finna að þjóðin stóð með okk­ur,“ seg­ir Har­ald­ur Freyr. „Við erum  mjög þakk­lát fyr­ir að þurfa ekki að fara í verk­fall.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert