Þakklátur fyrir samninginn

Undirritun kjarasamninga Félags leiksskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. ágúst …
Undirritun kjarasamninga Félags leiksskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. ágúst 2011. Ljósmynd/Ríkissáttasemjari

 „Við erum mjög ánægð og náðum markmiðum okkar. Nú förum við í það strax í næstu viku að kynna samninginn fyrir félagsmönnum okkar, segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

Hann segir að eftir þá kynningu verði efni samningsins gert opinbert. 

Skoðanakannanir sýndu að um 93% þjóðarinnar studdu kröfur leikskólakennara og Haraldur segir það hafa skipt miklu máli. 

„Stuðningur þjóðarinnar kveikti greinilega í samningamönnum sveitarfélaganna. Þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli, að finna að þjóðin stóð með okkur,“ segir Haraldur Freyr. „Við erum  mjög þakklát fyrir að þurfa ekki að fara í verkfall.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka