Þéttsetin kaffihús í miðborginni

Góðviðrisstemning á Café París á Menningarnótt 2011.
Góðviðrisstemning á Café París á Menningarnótt 2011. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tugþúsundir eru nú í miðborg Reykjavíkur í miklu blíðskaparveðri og er mikil aðsókn í dagskrá Menningarnætur.

Kaffihús miðborgarinnar eru þéttsetin, ekki síst þau sem bjóða upp á útiaðstöðu. Að sögn Hermanns Hermannssonar, rekstrarstjóra á Café París við Austurvöll, er bekkurinn þar þéttsetinn.

„Það vilja allir vera úti og það hefur allt verið fullt þar í allan dag. Það er beðið eftir að borðin losni,“ segir Hermann.

Hann segir fólk vera afar þolinmótt við biðina. „Það eru allir í svo góðu skapi,“ segir Hermann.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert