Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun í dag sækja minningarathöfn sem haldin verður í Ósló um þá sem létu lífið í Útey og við stjórnarráðsbyggingarnar í Ósló föstudaginn 22. júlí síðastliðinn.
Norsk stjórnvöld boða til minningarathafnarinnar og hana munu meðal annarra sækja þjóðarleiðtogar og forystumenn ríkisstjórna allra Norðurlandaþjóðanna.