Sækja um bætur á morgun

Nem­end­ur, sem hugðu á nám í Kvik­mynda­skóla Íslands í vet­ur, sækja um at­vinnu­leys­is­bæt­ur á morg­un. Þeim reikn­ast svo til að bæt­urn­ar muni nema um 256 millj­ón­um á ári fyr­ir þá 140 nem­end­ur, sem skráðir voru í skól­ann. Áætlað hef­ur verið að skól­ann vanti um 70 millj­ón­ir til að geta haldið áfram starf­semi.

„Í stað þess að mæta á skóla­setn­ingu Kvik­mynda­skóla Íslands sem átti að vera á morg­un, 22. ág­úst, ætl­um við mæta klukk­an 10:00 í Vinnu­mála­stofn­un og sækja um at­vinnu­leys­is­bæt­ur,“ seg­ir Ari Birg­ir Ágústs­son, nem­andi við skól­ann.

„Þetta er það eina sem við get­um gert í stöðunni, “seg­ir Ari Birg­ir og seg­ir nem­end­urna ekki hafa órað fyr­ir því að þeir myndu eiga eft­ir að standa í þess­um spor­um.

Hann seg­ir nem­end­ur hafa verið vel upp­lýsta um gang mála af hálfu stjórn­enda skól­ans, en engu að síður séu þeir óör­ugg­ir um sinn hag.

„Við erum í al­gjörri óvissu. Við erum ekki bara að berj­ast fyr­ir nám­inu okk­ar, held­ur berj­umst við fyr­ir skól­an­um,“ seg­ir Ari Birg­ir.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert