Engar langreyðar veiddar í ár

Hvalveiðibátur siglir inn Hvalfjörð.
Hvalveiðibátur siglir inn Hvalfjörð. mbl.is/Ómar

Ljóst er að langreyðar verða ekki veidd­ar á þessu ári hér við land. Ákveðið var í vor að fresta hval­veiðum að minnsta kosti fram á haust vegna aðstæðna í Jap­an eft­ir nátt­úru­ham­far­irn­ar þar í mars og ligg­ur nú fyr­ir að ekk­ert verður veitt í ár. 

Vef­ur Skessu­horns hef­ur eft­ir Gunn­laugi Fjól­ari Gunn­laugs­syni, verk­stjóra í Hval­stöðinni í Hval­f­irði, að upp­bygg­ing­in í Jap­an eft­ir jarðskjálft­ana gangi hægt, en von­ir standi til að ástandið þar verði orðið allt annað og betra næsta vor.

„Við lif­um í von­inni, erum þol­in­móðir og bjart­sýn­ir eins og við höf­um verið, ann­ars hefðum við ekki beðið í 20 ár eft­ir því að mega veiða hval­inn aft­ur. Nú för­um við bara að und­ir­búa næstu vertíð, erum fjarri lagi bún­ir að gefa hval­veiðar upp á bát­inn,” hef­ur vef­ur­inn eft­ir Gunn­laugi.

Alls veidd­ust 148 langreyðar á vertíðinni í fyrra. Þá er búið að veiða tæp­lega 50 hrefn­ur í ár.

Vef­ur Skessu­horns

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert