Ný stjórn Byggðastofnunar

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.

Ný stjórn Byggðastofnunar tók við á ársfundi stofnunarinnar í dag. Nýr stjórnarformaður er Þóroddur Bjarnason prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, skipaði stjórnina en ekki var leitað eftir tilnefningum frá þingflokkum stjórnmálaflokkanna. Segir iðnaðarráðuneytið að það sé í samræmi við álit ríkisendurskoðunar frá árinu 1996 en þar var lagt til að komið yrði á beinu stjórnsýslusambandi milli ráðherra og stofnunarinnar. Samkvæmt því skuli ráðherra skipa beint í stjórn stofnunarinnar þar sem hann beri ábyrgð á stofnuninni og gagnvart Alþingi samkvæmt ráðherraábyrgð.

Aðrir í stjórninni eru Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands, Gunnar Svavarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Sigurborg Kr. Hannesdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Ildi, Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri Kjöríss og Ólöf Hallgrímsdóttir ferðaþjónustubóndi á Vogum í Mývatnssveit.

Varamenn í stjórn eru Þorsteinn Gunnarsson fv. rektor Háskólans á Akureyri, Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Set ehf., Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar Snerpu, Jóna Árný Þórðardóttir greiningarsérfræðingur innra eftirlits hjá Alcoa Fjarðaáli, Laufey Helgadóttir hótelhaldari á Hótel Smyrlabjörgum og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor við Háskólann á Hólum.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert