Ríkissjónvarpið var eina norræna ríkisstöðin sem sýndi ekki beint frá minningarathöfninni um þá sem létu lífið í ódæðisverkunum í Noregi. Ræða Haraldar Noregskonungs hefur vakið mikla athygli, en konungurinn táraðist tvisvar þegar hann minntist fórnarlambanna.
Eiður Guðnason, fyrrverandi fréttamaður og ráðherra, gagnrýnir Ríkissjónvarpið á vefsíðu sinni fyrir að sýna ekki frá minningarathöfninni.
Þjóðhöfðingjar allra Norðurlandaþjóðanna voru viðstaddir minningarathöfnina. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jóhanna Sigurðardóttir voru við athöfnina.