Tilkynnir ákvörðun sína á morgun

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ásamt fleiri þingmönnum.
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Golli

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist í samtali við mbl.is ætla að tilkynna það á morgun hvaða niðurstöðu hann hafi komist að varðandi pólitíska framtíð sína.

Vangaveltur hafa verið uppi um það hvort Guðmundur hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk en samkvæmt heimildum mbl.is er hugmyndin að stofna samtök fólks sem telur sig ekki eiga heima lengur í Framsóknarflokknum sem síðar gæti hugsanlega þróast í stjórnmálaflokk eins og fram hefur komið.

Þá herma sömu heimildir ennfremur að Guðmundur sé á leið úr Framsóknarflokknum.

Guðmundur Steingrímsson hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins frá árinu 2009. Hann var áður varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Guðmundur sagður á leið úr Framsókn

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka